Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mótmæla hugmyndum um að selja Kölku
Laugardagur 3. mars 2012 kl. 14:13

Mótmæla hugmyndum um að selja Kölku


„Við erum mjög eindregið á móti þessu og viljum finna betri leiðir til að laga rekstur Kölku,“ sagði Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar eftir fund hjá Samfylkingunni í morgun en þar var aðal umræðuefnið tilboð fyrirtækis frá Bandaríkjunum í sorpeyðingarstöðina Kölku í Helguvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að sögn Friðjón var þetta eindreginn tónn í fundarmönnum í morgun og hann segist líka hafa heyrt í mörgum bæjarbúum sem séu mjög á móti þessu. „Það er verið að tala um að þrefalda brennsluna, úr 7 þúsund tonnum í yfir 20 þús. tonn. Við eigum að afla allra leyfa og síðan þarf að stækka lóðina fyrir stærri verksmiðjuna og einnig stærra geymslupláss fyrir gámaruslið frá Bandaríkjunum. Við munum mæta með bókun á bæjarstjórnarfund á þriðjudaginn þar sem við munumm mótmæla þessum hugsanlegu fyrirætlunum. Þetta er það stórt mál að nú væri tilvalið að fara með það í íbúakosningu og jafnvel borgarafund,“ sagði Friðjón.

Friðjón sagði að finna ættir aðrar leiðir til að styrkja rekstur Kölku. Ljóst væri að hún væri fullkomnasta sorpbrennslustöð á landinu og því ætti það að liggja beint við að fá frekar sorp annars staðar frá hér á landi en að flytja það inn. „Þetta er ekki beint huggulegt að hugsa sér mengun frá stærri stöð yfir golfvöllinn í Leiru og annað nágrenni. Það er heldur ekki hægt að segja að þetta sé ferðaþjónustu til framdráttar, spúandi reykur allan sólarhringinn,“ sagði oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.