Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mótmæla háu eldsneytisverði á Suðurnesjum - undirskriftalisti í gangi
Hannes Friðriksson og Haukur Hilmarsson. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 18. mars 2021 kl. 13:59

Mótmæla háu eldsneytisverði á Suðurnesjum - undirskriftalisti í gangi

Um 1600 manns hafa sett nafnið sitt á undirskriftalista þar sem Suðurnesjamenn krefjast lægra eldsneytisverðs. Haukur Hilmarson og Hannes Friðriksson eru í framlínu verkefnisins og vonast eftir fjölda nafna á þennan lista til að þrýsta á lækkun eldsneytisverðs.

Víkurfréttir ræddu við þá félaga sem hvetja olíufélögin að lækka eldsneytisverð á Suðurnesjum en margir íbúar svæðisins taka eldsneyti í Hafnarfirði og segja það borga sig að keyra þangað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF gerði stutta könnun á eldneytisverði í Reykjanesbæ og niðurstaðan var sérstök en hún sýnir að verðið er lægst á tveimur af elstu bensínstöðvum Suðurnesja en þær eru í hjarta Keflavíkur.