Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mótmæla harðlega aðför ríkisins
Fimmtudagur 4. febrúar 2010 kl. 16:36

Mótmæla harðlega aðför ríkisins

Sandgerðisbær mótmælir harðlega aðför ríkisins að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja(HSS) í bókun sem bæjarstjórn lagði fram og samþykkti á fundi sínum í gær.


Um árabil hafa um 22 þúsund íbúar á Suðurnesjum þurft að búa við skert framlög ríkis á sviði heilbrigðismála og ítrekað þurft að taka á sig sparnaðarkröfur sem ekki eru samræmi við lágt framlag ríkisins á hvern íbúa á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar skorar á heilbrigðisráðherra að hefja án tafar viðræður við sveitarfélögin á svæðinu um framtíð heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum með það að markmiði að finna raunverulegar lausnir.


Rekstur HSS er best tryggður með samvinnu starfsfólks sem hefur mótað skýra stefnu og framtíðarsýn fyrir stofnunina, og sveitarstjórnarmanna á svæðinu, sem eru í daglegum tengslum við íbúa á svæðnu og hafa b etri tilfinningu en fulltrúar ríkisins fyrir raunverulegu ástandi þar.


Heilbrigðisþjónusta á að vera hornsteinn góðs samfélags. Íbúar Sandgerðisbæjar sætta sig ekki við að á Suðurnesjum verði slök heilbrigðisþjónusta, en meðal sparnaðaraðgerða á síðasta ári var lokun heilsugæslustöðva í Sandgerðibæ, Sv. Garði og Sv. Vogum. Engin sambærilega samfélög á landinu eru án heilsugæslu.


Við sættum okkur ekki lengur við stefnuleysi og skert framlög til heilbrigðismála á Suðurnesjum sem hafa viðgengist í aldarfjórðung. Hægt er að tala um aðför ríkisins að grunnþjónustu Suðurnesjamanna.


Sandgerðisbær á lögum samkvæmt rétt á starfandi lækni og hjúkrunarkonu ásamt læknaritara til að þjóna um 1800 manna samfélagi. Rétt er að minna á að hér stendur fullbúinn heilsugæsla tilbúinn til notkunar sem byggð var á kostnað bæjarbúa en ríkið hefur þráast við að taka í notkun þrátt fyrir samstarf um byggingu stöðvarinnar.


Um leið og kyrkingarólin er he rt að HSS er enn og aftur talað um að skoða málin, biðja starfsmenn að taka uppsögnum þegjandi og láta sem minnst í sér heyra um óánægju eða vanlíðan á meðan. Bent hefur verið á að hægt sé að fá heilbrigðisþjónustu í Reykjavík á lokunartímum hjá HSS svo sem um helgar og á sumrin. Þjónustan er þá þrátt fyrir allt í um 60 km fjarlægð frá Sandgerðisbæ.
Slík framkoma og úrræðaleysi er ekki ásættanlegt sérstaklega í ljósi þess að samningar um sjúkraflutninga á svæðinu eru nú í uppnámi.


Endalausar útskýringar og áralangar vangaveltur, viðræður við þingmenn, ráðherra og ráðuneyti í næstum tuttugu ár hafa engu öðru skilað en að nauðsynleg þjónusta fyrir íbúa hefur dregist saman. Framtíðarsýn ríkisins fyrir stofnunina er engin þrátt fyrir góðan vilja starfsmanna HSS og sveitarstjórnarmanna á svæðinu.


Marg oft hefur veriðbent á að reiknilíkan ráðuneytisins er meingallað. Vegna framkominna ábendinga frá sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum til margra ára hefu r ráðuneytið fallist á og borið við að breyta sínum niðurstöðum seint og illa. Ráðherra er á réttri leið en höfundar (ráðuneytið) umrædds reiknilíkans hafa varið það með kjafti og klóm í mörg ár á kostnað íbúa á Suðurnesjum.


Nú standa þrjár heilsugæslustöðvar ónotaðar á Suðurnesjum. Þrjú sveitarfélög verða að treysta á heilsugæsluþjónustu í Reykjanesbæ en fram hefur komið að rekstur hennar er á brauðfótum og sjúkrahús okkar Suðurnesjamanna er að lognast út af vegna skilningleysis stjórnvalda og fjárskorts.


Það hlýtur að vera hagsmunamál ríkisins að 22 þúsund íbúar Suðurnesjanna fái í það minnsta sambærilega þjónustu og aðrir þegnar þessa lands.


Staða heilbrigðismála á Suðurnesjum talar sínu máli.


Óskar Gunnarsson, sign.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, sign.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, sign.
Ingþór Karlsson, sign.
Ólafur Þór Ólafsson, sign.
Guðrún Arthúrsdóttir, sign.
Haraldur Hinriksson, sign.