Mótmæla hækkun gjaldskrár Reykjanesbæjar
Gjaldskrá Reykjanesbæjar 2014 hefur verið samþykkt með atkvæðum meirihluta Sjálfstæðismanna.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu eftirfarandi á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi:
„Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru á móti því að auka álögur á íbúa Reykjanesbæjar með því að hækka þjónustugjöld eins og t.d. leikskólagjöld, gjald fyrir skólamáltíðir, tónlistarskóla og frístundaskóla um allt að 5% árið 2014 eins og sjálfstæðismenn leggja til.
Rekstrarárin 2013 og 2014 nýtur Reykjanesbær um 3-400 milljón króna afsláttar af leigugreiðslum bæjarins sem hækka aftur í milljarð árið 2015. Við viljum nýta þetta tímabundna svigrúm í rekstri bæjarins m.a. til þess að hlífa íbúum Reykjanesbæjar við gjaldskrárhækkunum sem hafa verið töluverðar undanfarin ár“.
Friðjón Einarsson
Eysteinn Eyjólfsson
Hjörtur M. Guðbjartsson