Mótmæla banni við sjókvíaeldi innan hafnarsvæðis
Hafnarstjórn Hafnarsamlags Suðurnesja gerir engar athugasemdir við nýtt frumvarp til laga um lax- og silungsveiði, þar sem það sé til hagsbóta varðandi eftirlit við þennan atvinnurekstur. Hafnarstjórn mótmælir hins vegar harðlega að sjókvíaeldi sé bannað á hafnarsvæðinu, þar sem það geti ekki skaðað lífríkið, enda sé engin laxá á þessu svæði sunnan Elliðaáa.
Samkvæmt upplýsingum frá Landbúnaðarráðuneyti er sjókvíaeldi í Faxaflóa bannað innan línu sem dregin er frá Garðskaga að Malarrifi á Snæfellsnesi. Þannig er búið að banna sjókvíaeldi innan alls hafnarsvæðis Hafnasamlags Suðurnesja.
Samkvæmt upplýsingum frá Landbúnaðarráðuneyti er sjókvíaeldi í Faxaflóa bannað innan línu sem dregin er frá Garðskaga að Malarrifi á Snæfellsnesi. Þannig er búið að banna sjókvíaeldi innan alls hafnarsvæðis Hafnasamlags Suðurnesja.