Mótmæla áformum um háspennulínu í Stampahrauni
Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands, haldinn í Reykjavíkurakademíunni 14. júní 2005 mótmælir áformum Hitaveitu Suðurnesja um háspennulínu inn á Stampahraun á utanverðu Reykjanesi. Skorað er á Hitaveitu Suðurnesja að hætta við áform sín um háspennulínu og hverfa aftur til upphaflegra áforma um að leggja jarðstreng um hið viðkvæma svæði á ysta hluta nessins.
Greinargerð
Hitaveitu Suðurnesja hefur verið sýnt mikið traust þar sem henni hefur verið heimilað að reisa jarðvarmavirkjun á utanverðu Reykjanesi sem er eini staðurinn í heiminum þar sem úthafshryggur er sýnilegur á landi. Verndargildi svæðisins er hátt á alþjóðlegan mælikvarða. Svæðið er á
náttúruminjaskrá síðan 1981 og með nýsamþykktri náttúruverndaráætlun hefur verndargildi svæðisins verið undirstrikað enn frekar.
Til þessa hefur Hitaveita Suðurnesja reynt að taka tillit til umhverfissins í hönnun, staðsetningu og frágangi mannvirkja. Nú virðist hafa orðið stefnubreyting hjá fyrirtækinu þar sem áform eru uppi um að leggja háspennulínu inn á Stampahraun sem rann á 13. öld á utanverðu Reykjanesi. Samkvæmt fyrri áformum fyrirtækisins stóð til að flytja orkuna um jarðstreng á ysta hluta nessins. Þannig hefði sjónrænum áhrifum verið haldið í lágmarki á þeim stöðum sem eru hvað fjölsóttastir af ferðamönnum.
Matsskýrslan um áhrif línunnar sýnir svo ekki verður um villst að háspennulína í stað kapals mun hafa veruleg neikvæð áhrif á landslag og upplifun ferðamanna um svæðið. Línan mun blasa við og skerða útsýni á helstu áningastöðum ferðamanna á nesinu, Stömpunum, Gunnuhver, við Valahnúk og Bæjarfelli.
Greinargerð
Hitaveitu Suðurnesja hefur verið sýnt mikið traust þar sem henni hefur verið heimilað að reisa jarðvarmavirkjun á utanverðu Reykjanesi sem er eini staðurinn í heiminum þar sem úthafshryggur er sýnilegur á landi. Verndargildi svæðisins er hátt á alþjóðlegan mælikvarða. Svæðið er á
náttúruminjaskrá síðan 1981 og með nýsamþykktri náttúruverndaráætlun hefur verndargildi svæðisins verið undirstrikað enn frekar.
Til þessa hefur Hitaveita Suðurnesja reynt að taka tillit til umhverfissins í hönnun, staðsetningu og frágangi mannvirkja. Nú virðist hafa orðið stefnubreyting hjá fyrirtækinu þar sem áform eru uppi um að leggja háspennulínu inn á Stampahraun sem rann á 13. öld á utanverðu Reykjanesi. Samkvæmt fyrri áformum fyrirtækisins stóð til að flytja orkuna um jarðstreng á ysta hluta nessins. Þannig hefði sjónrænum áhrifum verið haldið í lágmarki á þeim stöðum sem eru hvað fjölsóttastir af ferðamönnum.
Matsskýrslan um áhrif línunnar sýnir svo ekki verður um villst að háspennulína í stað kapals mun hafa veruleg neikvæð áhrif á landslag og upplifun ferðamanna um svæðið. Línan mun blasa við og skerða útsýni á helstu áningastöðum ferðamanna á nesinu, Stömpunum, Gunnuhver, við Valahnúk og Bæjarfelli.