Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Móta menningarstefnu í Vogum
Föstudagur 29. janúar 2016 kl. 09:47

Móta menningarstefnu í Vogum

- og bæjarráð Voga samþykkti drög að jafnréttisstefnu

Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga hlutaðist til um almennan fund á dögunum, þar sem fjallað var um mótun menningarstefnu sveitarfélagsins. Fundurinn var vel sóttur og góðar umræður spunnust um málið.

Öflug menning er þýðingarmikill hluti af nútímasamfélagi, hvort sem þau eru lítil eða stór. „Frístunda- og menningarnefnd á þakkir skildar fyrir framtakið og áhugavert verður að fylgjast með og taka þátt í stefnumótuninni á þessum vettvangi,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegu fréttabréfi sem hann gefur út.

Í síðustu viku samþykkti bæjarráð Voga drög að Jafnréttisstefnu sveitarfélagsins, sem nú verður send Jafnréttisstofu til staðfestingar. Jafnréttisáætlunin er með vísun bæði til starfsmannastefnu sveitarfélagsins, sem og þegar samþykktra jafnréttisáætlana leikskólans og grunnskólans.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024