Mörg þekkt nöfn meðal höfunda Ljósalagsins
Það eru mörg þekkt nöfn meðal texta- og lagahöfunda þeirra tíu laga sem komust í úrslit í dægurlagakeppni Ljósanætur 2002 en höfundar eru; Valgeir Skagfjörð, Tómas Hermannsson, Magnús Kjartansson, Kristján Hreinsson, Jóhann Helgason, Ásmundur D. Valgeirsson, Halldór Guðjónsson, Þorsteinn Eggertsson, Torfi Ólafsson, Ingvi Þór Kormáksson, Pétur Eggertsson, Jóhann G. Jóhannsson og Rúnar Júlíusson. Þess má geta að sumir höfundanna sömdu texta við fleiri en eitt lag og þar að leiðandi eru höfundar fleiri en lögin.
Tók það dómnefndina um sjö klukkustundir að velja öll lögin enda mikill metnaður lagður í verkefnið.
Jón Ólafsson sem útsetur lögin í samvinnu við höfunda sagði að dómarastörfin hefðu verið mjög skemmtileg. „Það kenndi ýmissa grasa í allri þessari flóru. Mér fannst standardinn nokkuð hár og greinilegt að atvinnumenn voru duglegir við að senda inn efni. Ég veit að margir þeirra er sendu lög inn eru löngu hættir að senda í Eurovision því það þykir mikið vesen fylgja því að sigra þá keppni hér heima. Hápunktur dómnefndastarfanna var þegar pantaðar voru keflvískar pizzur en þær hafði ég ekki bragðað áður. Ég vil meina að dómnefndin hafi verið nokkuð sammála og hávaðarifrildi voru í algjöru lágmarki. Lifi Þróttur“, sagði Jón. Þess má geta að þrjú efstu lögin verða gefin út á myndbandi sem fara svo í spilun á Skjá einum eftir keppnina.
Að sögn Árna Sigfússonar bæjarstjóra fékk hann staðfestingu á því þegar verið var að fara yfir lögin að til samanburðar hefðu aðeins 15 lög borist í keppnina um Þjóðhátíðarlagið í Eyjum í ár og sýnir það greinilega hversu mikill tónlistarbær Reykjanesbær er og hversu mikinn áhuga landsmenn hafa á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Mun þessi lagakeppni verða á allt öðrum nótum en aðrar keppnir sem haldnar hafa verið á landinu, mun meira „bítl“ og miklu meira stemmning yfir öllu.
Halldór Jón Jóhannsson framkvæmdastjóri Ljósalagsins sagði í samtali við Víkurfréttir að framkvæmdir fyrir kvöldið væru á milljón og allt gengi samkmvæmt áætlun. „Verið er að leggja lokahönd við að gera sviðið tilbúið fyrir kvöldið og mun nýja ljósakerfið sem þar verður sett upp verða eitt það flottasta á landinu“. Eins og áður sagði verður Ljósalaginu sjónvarpað beint á Skjá einum og eru auglýsingar þess efnis þegar farnar að rúlla á stöðinni. Sagði Halldór að þeir sem sæju um kvikmyndatökuna og „pródúseringu“ hefðu allir talað um hve mikla möguleika Stapinn hefði og er ætlunin að vera með fimm myndavélar á staðnum sem er til að mynda meira en á körfuboltaleikjum hér á landi.
Í gær hófust æfingar hljómsveitarinnar í Stapanum en hún hefur þó æft undanfarið í stúdeói heima hjá Jóni Ólafssyni upptökustjóra. Hljómsveitina skipa þau; Haraldur Þorsteinsson kenndur við Bítlavinafélagið, á bassa, Ólafur Hólm kenndur við Nýdönsk, á trommur, Sigurður Magnússon Magnúsar Eiríkssonar á gítar og Matthías Stefánsson úr hljómsveit Páls Rósinkrans á gítar og fiðlu. Söngvarar kvöldsins eru; Andrea Gylfadóttir söngkona Todmobil, Margrét Eir söngkona hljómsveitarinnar Meir, Einar Ágúst Eurovisionfari og söngvari Skítamórals og svo hinn eini sanni Páll Rósinkrans sem óþarfi er að kynna nánar.
Eitthvað af gagnrýnisröddum hafa heyrst þar sem talað er um að Suðurnesjamönnum eigi fáa fulltrúa sem komi að keppninni. Halldór segir það bara ekki rétt og alls ekki á rökum reist enda væru fjórir fulltrúar af Suðurnesjum í sjö manna dómnefnd og svo mun salurinn hafa 50% vægi um kvöldið þegar keppnin fer fram. Ástæðan fyrir því að ekki var fengið fólk af Suðurnesjum í upptökustjórn, útsetningu og í hljómsveit var sú að þegar ákveðið var að fara í þetta var lítill tími til stefnu og því var ákveðið að fá valinkunna kappa sem gátu treyst sér til að klára þetta dæmi á mjög stuttum tíma. Einnig urðu þetta að vera hlutlausir aðilar enda búist við því að flestir af okkar helstu tónlistarmönnum úr Reykjanesbæ myndu vilja taka þátt í þessum stórviðburði sem varð svo og raunin.
Haraldur Helgason, rekstraraðili Stapans, vildi koma því á framfæri að öllum væri velkomið að mæta á Ljósalagið og þetta væri kvöld fyrir alla tónlistaráhugamenn og þá sem vildu skemmta sér en ekki einhverja fáa útvalda. Er fólk nú þegar farið að hringja og panta borð og spyrjast fyrir um verð og annað. Kvöldið verður hið glæsilegasta þar sem frábær matur verður á boðstólnum, hápunkturinn verður svo keppnin sjálf og að henni lokinni verður dansleikur þar sem valinkunnir tónlistarmenn munu spila fyrir dansi. Húsið opnar fyrir dansleik kl. 12.00 og verður án efa mikið fjör. Óhætt er að segja að Ljósalagið sé stærsti tónlistarviðburður á Suðurnesjum í háa herrans tíð og ætti þetta því ekki að fara fram hjá neinum sem áhuga hefur á alvöru tónlist eða einfaldlega vill skemmta sér konunglega.
LÖGIN Í KEPPNINNI
BJARTI BÆRINN MINN
SJÁÐU LJÓSIÐ
LJÓSANÓTT
VELKOMIN Á LJÓSANÓTT
LJÓSANÓTT
Hlýjar hendur
Á SUÐURNESJUM
ÁSTFANGIN
Ljósanótt í Reykjanesbæ
STARANDI STJÖRNUR
Mynd: Hljómsveitin undir stjórn Jóns Ólafssonar hóf æfingar í Stapanum í gær. VF-mynd: SævarS
Tók það dómnefndina um sjö klukkustundir að velja öll lögin enda mikill metnaður lagður í verkefnið.
Jón Ólafsson sem útsetur lögin í samvinnu við höfunda sagði að dómarastörfin hefðu verið mjög skemmtileg. „Það kenndi ýmissa grasa í allri þessari flóru. Mér fannst standardinn nokkuð hár og greinilegt að atvinnumenn voru duglegir við að senda inn efni. Ég veit að margir þeirra er sendu lög inn eru löngu hættir að senda í Eurovision því það þykir mikið vesen fylgja því að sigra þá keppni hér heima. Hápunktur dómnefndastarfanna var þegar pantaðar voru keflvískar pizzur en þær hafði ég ekki bragðað áður. Ég vil meina að dómnefndin hafi verið nokkuð sammála og hávaðarifrildi voru í algjöru lágmarki. Lifi Þróttur“, sagði Jón. Þess má geta að þrjú efstu lögin verða gefin út á myndbandi sem fara svo í spilun á Skjá einum eftir keppnina.
Að sögn Árna Sigfússonar bæjarstjóra fékk hann staðfestingu á því þegar verið var að fara yfir lögin að til samanburðar hefðu aðeins 15 lög borist í keppnina um Þjóðhátíðarlagið í Eyjum í ár og sýnir það greinilega hversu mikill tónlistarbær Reykjanesbær er og hversu mikinn áhuga landsmenn hafa á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Mun þessi lagakeppni verða á allt öðrum nótum en aðrar keppnir sem haldnar hafa verið á landinu, mun meira „bítl“ og miklu meira stemmning yfir öllu.
Halldór Jón Jóhannsson framkvæmdastjóri Ljósalagsins sagði í samtali við Víkurfréttir að framkvæmdir fyrir kvöldið væru á milljón og allt gengi samkmvæmt áætlun. „Verið er að leggja lokahönd við að gera sviðið tilbúið fyrir kvöldið og mun nýja ljósakerfið sem þar verður sett upp verða eitt það flottasta á landinu“. Eins og áður sagði verður Ljósalaginu sjónvarpað beint á Skjá einum og eru auglýsingar þess efnis þegar farnar að rúlla á stöðinni. Sagði Halldór að þeir sem sæju um kvikmyndatökuna og „pródúseringu“ hefðu allir talað um hve mikla möguleika Stapinn hefði og er ætlunin að vera með fimm myndavélar á staðnum sem er til að mynda meira en á körfuboltaleikjum hér á landi.
Í gær hófust æfingar hljómsveitarinnar í Stapanum en hún hefur þó æft undanfarið í stúdeói heima hjá Jóni Ólafssyni upptökustjóra. Hljómsveitina skipa þau; Haraldur Þorsteinsson kenndur við Bítlavinafélagið, á bassa, Ólafur Hólm kenndur við Nýdönsk, á trommur, Sigurður Magnússon Magnúsar Eiríkssonar á gítar og Matthías Stefánsson úr hljómsveit Páls Rósinkrans á gítar og fiðlu. Söngvarar kvöldsins eru; Andrea Gylfadóttir söngkona Todmobil, Margrét Eir söngkona hljómsveitarinnar Meir, Einar Ágúst Eurovisionfari og söngvari Skítamórals og svo hinn eini sanni Páll Rósinkrans sem óþarfi er að kynna nánar.
Eitthvað af gagnrýnisröddum hafa heyrst þar sem talað er um að Suðurnesjamönnum eigi fáa fulltrúa sem komi að keppninni. Halldór segir það bara ekki rétt og alls ekki á rökum reist enda væru fjórir fulltrúar af Suðurnesjum í sjö manna dómnefnd og svo mun salurinn hafa 50% vægi um kvöldið þegar keppnin fer fram. Ástæðan fyrir því að ekki var fengið fólk af Suðurnesjum í upptökustjórn, útsetningu og í hljómsveit var sú að þegar ákveðið var að fara í þetta var lítill tími til stefnu og því var ákveðið að fá valinkunna kappa sem gátu treyst sér til að klára þetta dæmi á mjög stuttum tíma. Einnig urðu þetta að vera hlutlausir aðilar enda búist við því að flestir af okkar helstu tónlistarmönnum úr Reykjanesbæ myndu vilja taka þátt í þessum stórviðburði sem varð svo og raunin.
Haraldur Helgason, rekstraraðili Stapans, vildi koma því á framfæri að öllum væri velkomið að mæta á Ljósalagið og þetta væri kvöld fyrir alla tónlistaráhugamenn og þá sem vildu skemmta sér en ekki einhverja fáa útvalda. Er fólk nú þegar farið að hringja og panta borð og spyrjast fyrir um verð og annað. Kvöldið verður hið glæsilegasta þar sem frábær matur verður á boðstólnum, hápunkturinn verður svo keppnin sjálf og að henni lokinni verður dansleikur þar sem valinkunnir tónlistarmenn munu spila fyrir dansi. Húsið opnar fyrir dansleik kl. 12.00 og verður án efa mikið fjör. Óhætt er að segja að Ljósalagið sé stærsti tónlistarviðburður á Suðurnesjum í háa herrans tíð og ætti þetta því ekki að fara fram hjá neinum sem áhuga hefur á alvöru tónlist eða einfaldlega vill skemmta sér konunglega.
LÖGIN Í KEPPNINNI
BJARTI BÆRINN MINN
SJÁÐU LJÓSIÐ
LJÓSANÓTT
VELKOMIN Á LJÓSANÓTT
LJÓSANÓTT
Hlýjar hendur
Á SUÐURNESJUM
ÁSTFANGIN
Ljósanótt í Reykjanesbæ
STARANDI STJÖRNUR
Mynd: Hljómsveitin undir stjórn Jóns Ólafssonar hóf æfingar í Stapanum í gær. VF-mynd: SævarS