Mörg flugeldaatvik kærð til lögreglu
Róbert Marshall, frambjóðandi í 1.-2. sæti hjá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi nýtir sér nútíma miðlun til að ná til kjósenda á vefsíðu sinni marshall.is. Hann ávarpar kjósendur með myndbandi, enda allir löngu hættir að nenna að lesa þessar framboðsgreinar sem trölltíða blöðunum þessar vikurnar.
Myndbandið hjá Róberti er tekið upp á ferðum hans um kjördæmið sem er stórt og í myndbandinu má greina allar útgáfur af íslensku veðri.
Sannarlega skemmtileg leið til að ná til kjósenda og myndbandið endar á skemmtilegum og spaugilegum nótum þar sem vitnað er til Árna Johnsen.