Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Morðingi Djindijc á leið til Íslands?
Sunnudagur 16. mars 2003 kl. 11:05

Morðingi Djindijc á leið til Íslands?

Ein af leyniskyttunum sem myrti Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, sást á flugvellinum í Sarajevo daginn eftir morðið og var þá með flugmiða til Íslands, að því er segir í sænska blaðinu Expressen og RÚV greindi frá. Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að leyniskyttan, sem gengur undir dulnefninu Borek Krojez, hafi ætlað til Norðurlandanna og að Ísland hafi verið lokaáfangastaður hans. Sænska lögreglan telur þó að hann hafi reynt að komast til Svíþjóðar eða Noregs. Víkurfréttir hafa heimildir fyrir því að viðbúnaður í landamæraeftirliti í Leifsstöð hafi verið hertur til muna sl. fimmtudag.Þrír menn myrtu serbneska forsætisráðherrann úr launsátri. Tveir þeirra hafa þegar verið handteknir en lögreglan leitar enn að Borek Krojez.

Landamæravarsla hefur verið stórhert á Norðurlöndunum og sérstök áhersla er lögð á eftirlit með farþegum til Íslands.

Byggt á frétt Morgunblaðsins og heimildum Víkurfrétta.

Mynd: Mats fyrir Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024