Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Moldarfjúkið frá Motopark hamið
Miðvikudagur 13. maí 2009 kl. 13:52

Moldarfjúkið frá Motopark hamið


Vegfarendur um Reykjanesbraut hafa undanfarið tekið eftir vinnuvélum að störfum á Motopark svæðinu svokallaða. Þær spurningar hafa vaknað hvort verið sé að moka endanlega yfir Motopark-drauminn eða hefja framkvæmdir að nýju.

Ekki er það nú svo gott að framkvæmdir séu hafnar að nýju. Einhver bið verður á þeim og því fékk Verðbréfastofan verktaka til að ganga frá svæðinu „til geymslu“ ef þannig má að orði komast. Verðbréfastofan fjármagnaði framkvæmdina á sínum tíma og hefur með svæðið að gera dag.

Talsverðar jarðvegsframkvæmdir fóru fram svæðinu fram að því að framkvæmdaraðilinn fór í þrot vegna greiðsluerfiðleika. Eftir stóðu moldarhaugar og í vissum vindáttum hefur moldin fokið yfir nærliggjandi byggð og verið til ama. Því var ákveðið að ganga þannig frá svæðinu það yrði ekki fjúkandi moldarflag í framtíðinni.
---

VFmynd/Ellert Grétarsson  – Talsverðar jarðvegsframkvæmdir höfðu farið fram á Motopark-svæðinu eins og sjá má á þessari loftmynd. Einhver bið verður á því að hraðskreiðir kappakstursbílar geysist um svæðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024