Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mokveiði hjá smábátum í Sandgerði
Fimmtudagur 16. apríl 2009 kl. 09:58

Mokveiði hjá smábátum í Sandgerði


Aflabrögð smábáta sem róa frá Sandgerði hafa verið með miklum ágætum í apríl. Fjórir efstu smábátarnir á aflalista vefsíðunnar aflafrettir.com yfir aflahæstu smábátana yfir 10 tonnum, róa  allir frá Sandgerði. Þeirra efstur er Muggur KE sem er kominn er með tæp 65 tonn í sex róðrum. Hann komst í tæp 16 tonn í einni sjóferð.
Von GK er í öðru sæti með 64,5 tonn eftir átta róðra, Dóri GK kemur næstur með rúm 63 tonn eftir sjö róðra og Happadís GK er fjórða aflahæst með 64,6 tonn eftir sjö róðra. Þá eru aðrar bátar frá Sandgerði og Grindavík ofarlega á listanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá hafa minni bátarnir, þ.e. undir 10 tonnum, einnig verið að gera það gott í Sandgerði. Addi afi GK er þeirra aflahæstur með rúm 26 tonn eftir fimm róðra og hefur tvívegis komið með um átta tonn í róðri.

Meðalverð á óslægðum þorski hefur aftur þokast upp á við og er nú í 289 krónum eftir að hafa farið niður fyrir 150 krónur í byrjun apríl. Sé verðþróun aflamarks skoðuð hefur þorskurinn lækkað og er nú í 143 krónum.

Sjá nánar á www.aflafrettir.com