Moka makrílnum upp í tonnavís
Makrílveiðimenn hafa staðið í röðum við Keflavíkurhöfn síðustu daga og hreinlega mokað upp makrílnum. Á hverjum degi er makrílnum safnað í kör á bryggjunni og að kvöldi er honum ekið í burtu en makríllinn fer í beitu hjá smábátasjómönnum.
Óhætt er að segja að veiðimenn séu að fá makríl í tonnavís. Í fyrrakvöld var sex körum af makríl ekið á brott.
Í gærkvöldi bættist svo í veiðihópinn þegar hvalur mætti í höfnina og var þar við makrílveiðar í góðan hálftíma. Þá tók Sigurbergur Elísson meðfylgjandi ljósmynd sem sjá má hér að ofan.