Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Moby Dick fagnar 10 ára afmæli
Fimmtudagur 8. júlí 2004 kl. 10:10

Moby Dick fagnar 10 ára afmæli

Moby Dick hvalaskoðun verður 10 ára þann 10. júlí næstkomandi. Af því tilefni er Reyknesbæingum boðið sérstakt afmælistilboð sem hljóðar upp á 50% afslátt af venjulegu verði og gildir tilboðið frá 12. til 17. júlí. Helga Ingimundardóttir sem rekið hefur hvalaskoðunina frá upphafi segir að sést hafi til hvala eða höfrunga í öllum ferðum nema þremur frá byrjun apríl. „Í ferðunum sem við erum að fara um þessar mundir er búið að vera mikið af hnúfubak sem getur orðið allt að 15 metrar að lengd og 45 tonn að þyngd,“ sagði Helga í samtali við Víkurfréttir.
Moby Dick hvalaskoðun er nú elsta starfandi hvalaskoðunin á Íslandi og er sjávarlíffræðingur með í hverri ferð til að segja frá því sem fyrir augu ber. Hægt er að kaupa léttar veitingar um borð og velja um að vera inni í björtum rúmgóðum sal eða standa á dekkinu og hjálpa til að leita að dýrunum. Mest hefur verið af þeim í Garðsjó og jafnvel stundum svo að hægt er auðveldlega með góðum kíki að sjá þá frá landi. 
Fyrirtækið hefur fyrir skemmstu opnað skrifstofu að Hafnargötu 79 þar sem hægt er að fá upplýsingar um ferðirnar og einnig er hægt að hringja í síma 421 7777 og 800 8777.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024