Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 4. febrúar 2002 kl. 00:53

MOA vinnur fyrir alla - en sumt er trúnaðarmál

Markaðs- og atvinnuráð Reykjanesbæjar telur að bókun bæjarráðs Grindavíkur frá 12. desember sé á misskilningi byggð en þar lýstu Grindvíkingar því að MOA væri bara að vinna að málefnum Reykjanesbæjar en ekki fyrir önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. „Frá upphafi hefur MOA unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir fyrirtæki og einstaklinga í öllum sveitarfélögum á Reykjanesi“, segir í fundargerð markaðs- og atvinnuráðs.Ráðið felur framkvæmdastjóra að ræða við bæjaryfirvöld í Grindavík og Vogum og kynna þeim þau verkefni sem unnið hefur verið að síðustu misseri, sem sum hver eru trúnaðarmál.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024