Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mjög vont veður í kortunum
Fimmtudagur 23. október 2008 kl. 09:19

Mjög vont veður í kortunum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðvörun: Búist er við norðvestan 20-28 m/s með snjókomu um landið vestanvert. Spá: Norðaustan og síðan norðan 18-23 m/s á Vestfjörðum, en snýst í suðvestan 10-18 annars staðar, hvassast með SA-ströndinni. Snjókoma eða slydda í fyrstu og síðan él SV-lands, en léttir til um austanvert landið. Gengur í noðvestan 20-28 vestantil seint í dag með snjókomu og hvessir við S-ströndina í kvöld. Norðvestan 8-15 og él víðast hvar á morgun, en 18-23 á annesjum fyrir norðan. Hiti í kringum frostmark, en kólnar á morgun.


Faxaflói

Hæg breytileg átt og dálítil snjókoma í fyrstu og snýst síðan í sunnan 8-13 m/s með éljum. Norðvestan 18-25 og snjókoma seint í dag, en 20-28 í kvöld, hvassast við ströndina. Dregur úr vindi í nótt, fyrst norðantil. Norðvestan 8-15 á morgun og él. Hiti kringum frostmark.

Spá gerð: 23.10.2008 06:25. Gildir til: 24.10.2008 18:00.



Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Sunnan 8-13 og slydda í fyrstu og síðan él. Gengur í norðvestan 18-25 með snjókomu undir kvöld. Norðvestan 8-13 og stöku él á morgun. Hiti um eða yfir frosmarki, en kólnar á morgun.

Spá gerð: 23.10.2008 06:48. Gildir til: 24.10.2008 18:00.



Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðan og norðvestan 13-20 m/s norðanlands og snjókoma eða él, hvassast á annesjum norðaustantil, en norðan 8-15 m/s og úrkomulítið sunnantil. Frost 0 til 6 stig.

Á sunnudag:
Minnkandi norðanátt með éljum. Víða 5-13 m/s um kvöldið og úrkomulítið, en áfram norðvestan hvassviðri við norðausturströndina og éljagangur. Hiti kringum frostmark.

Á mánudag:
Útlit fyrir fremur hæga norðvestlæga eða breytilega átt með dálitilum éljum, en norðvestan hvassviðri og éljagangur með norðvesturströndinni. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Suðvestan 8-13 m/s með skúrum og heldur hlýnandi veðri.

Á miðvikudag:
Lítur úr fyrir í norðlæg átt með kólnandi veðri.

Mynd: Kort fyrir miðnætti úr sjálfvirkri veðurspá Veðurstofu Íslands.