Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mjög rólegt hjá Keflavíkurlögreglu
Laugardagur 5. ágúst 2006 kl. 12:15

Mjög rólegt hjá Keflavíkurlögreglu

Ólíkt starfsbræðrum sínum á Akureyri, höfðu vakthafandi lögreglumenn í Keflavík það afar náðugt í nótt og bar ekkert sérstakt til tíðinda á næturvaktinni.
Á Akureyri komu upp átján fíkniefnamál í gær, fréttir berast af slagsmálum og innbrotum í höfuðborginni en fólk virtist haga sér skikkanlega í Eyjum þessa fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar, samkvæmt fréttum fjölmiðlanna í morgun. Í Galtalæk fór sömuleiðis allt vel fram.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024