Mjög öflug norðurljósavirkni
Það hefur staðið yfir norðurljósaveisla í allt kvöld. Fjörið byrjaði strax í ljósaskiptunum og norðurljósaspákort Veðurstofu Íslands hefur svo sannarlega staðist í kvöld fyrir Reykjanesskagann.
Spáin sagði að það yrði mjög mikil virkni í norðurljósum í kvöld og það var svo sannarlega raunin eins og ljósmyndari Víkurfrétta komst að þegar hann kom við á Garðskaga í kvöld.
Meðfylgjandi mynd var tekin með gamla vitann á Garðskaga í forgrunn og ljósadýrðina á himni.
VF-mynd: Hilmar Bragi