Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mjög góð þátttaka í stærðfræðikeppni grunnskólanna
Verðlaunahafar með fulltrúum FS, Verkfræðistofunnar og Íslandsbanka.
Miðvikudagur 25. apríl 2018 kl. 12:59

Mjög góð þátttaka í stærðfræðikeppni grunnskólanna

Mjög góð þátttaka var í stærðfræðikeppni grunnskólanema sem fram fór í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 12. mars s.l. Þátttakendur voru 148 úr 8., 9. og 10. bekk úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum . 

Í 8. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 83.
Í 1. sæti var Klaudia Kuleszewicz Myllubakkaskóla
Í 2. sæti var Hjörtur Máni Skúlason Myllubakkaskóla
Í 3. sæti var Halldóra Guðrún Jónsdóttir Heiðarskóla
Í 4. sæti var Gyða Dröfn Davíðsdóttir Myllubakkaskóla
Jöfn í 5.-6. sæti voru þau Agnes Perla Sigurðardóttir Holtaskóla og Tómas Orri Agnarsson Grunnskóla Grindavíkur.
Í 7. til 10. sæti voru þessir í stafrófsröð: Ásta Kamilla Sigurðardóttir Heiðarskóla, Friðrik Ingi Hilmarsson Myllubakkaskóla, Gabríela Beben Myllubakkaskóla og Róbert Sean Birmingham Njarðvíkurskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í 9. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 33.
Í 1. sæti var Guðni Kjartansson Holtaskóla
Í 2. sæti var Stefán Ingi Víðisson Heiðarskóla
Í 3. sæti var Lovísa Gunnlaugsdóttir Heiðarskóla
Í 4. sæti var Lárus Logi Elentínusson Holtaskóla
Í 5. sæti var Jón Kristófer Vignisson Háaleitisskóla
Í 6.-10. sæti voru í stafrófsröð: Anna Þrúður Auðunsdóttir Holtaskóla, Bergrún Dögg Bjarnadóttir Myllubakkaskóla, Bjarni Hrafn Hermannsson Myllubakkaskóla, Eyþór Ingi Einarsson Gerðaskóla og Gabríella Sif Bjarnadóttir Stóru-Vogaskóla.

Í 10. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 32.
Í 1. sæti var Sigurbjörg Erla Pétursdóttir Stóru-Vogaskól
Í 2. sæti var Guðbjörg Viðja Pétursdóttir Stóru-Vogaskóla
Í 3. sæti var Benóný Einar Færseth Guðjónsson Holtaskóla
Jöfn í 4.-5. sæti voru þau Daníela Dögg Harðardóttir Akurskóla og Helgi Snær Elíasson Njarðvíkurskóla.
Í 6.-11. sæti voru þessir í stafrófsröð: Birna Hilmarsdóttir Holtaskóla, Borgar Unnbjörn Ólafsson Myllubakkaskóla, Jökull Halldór Þórðarson Holtaskóla, Olga Nanna Corvetto Akurskóla, Valbjörg Pálsdóttir Njarðvíkurskóla og Þórunn Kolbrún Árnadóttir Akurskóla.

Verðlaunaafhending fór síðan fram mánudaginn 9. apríl.  Þar mættu tíu efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna.  Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal. Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin. 
Verðlaun fyrir fyrsta sæti voru 20.000 kr., fyrir annað sætið 15.000 kr. og 10.000 kr. fyrir það þriðja.  Að auki fengu þrír efstu í 10. bekk grafískan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja.  Það voru þau Sigrún Vilhelmsdóttir frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Sighvatur Gunnarsson frá Íslandsbanka sem afhentu verðlaunin.