Mjög alvarlegt umferðarslys við Sandgerði
Mjög alvarlegt bílslys varð á Garðsskagavegi, milli Sandgerðis og Garðs á móts við bæinn Flankastaði, í kvöld. Tveir bílar keyrðu saman og slösuðust þrjár manneskjur alvarlega, að sögn lögreglunnar í Keflavík.
Frekari upplýsingar um slysið er ekki að fá að svo stöddu. Vegna slyssing verður vegurinn milli Sandgerðis og Garðs lokaður um óákveðinn tíma.
Mynd: Frá vettvangi slyssins nú í kvöld. VF-mynd/Hilmar Bragi