Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

MÍT móti stefnu í notkun nokkurra mannvirkja í Reykjanesbæ
Laugardagur 19. febrúar 2005 kl. 12:20

MÍT móti stefnu í notkun nokkurra mannvirkja í Reykjanesbæ

Það er mikilvægt að menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar móti sér stefnu um nokkur atriði varðandi framtíðarnotkunarmöguleika nokkurra  mannvirkja í Reykjanesbæ. Þar er m.a. átt við gömlu Sundhöllina, notkunarmöguleika byggingarreitsins að Hafnargötu 2, Gömlu búðarinnar að Duusgötu 5, framtíðaraðstöðu fyrir siglingar og húsnæði fyrir byggða- og skjalasafn Reykjanesbæjar.
Þetta kemur fram í síðustu fundargerð MÍT en Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar, ásamt framkvæmdastjóra MÍT-sviðs tóku saman í máli og myndum yfirlit um þær framkvæmdir sem eru á döfinni á næstunni og tengjast MÍT sviði. Lagt var fram yfirlit um þessar framkvæmdir og þær hugmyndir að verklegum framkvæmdum sem ræddar hafa verið í ráðinu.
Stefáni Bjarkasyni framkvæmdastjóra MÍT var falið að taka saman helstu atriði sem MÍT ráðið leggur áherslu á og gera drög að greinargerð með hverjum lið, segir í fundargerð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024