Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Misvel búnir bílar tefja umferð og mokstur
Þriðjudagur 16. desember 2014 kl. 14:02

Misvel búnir bílar tefja umferð og mokstur

Verið er að ryðja og moka helstu stofnæðar í Reykjanesbæ.

Bílar eru fastir víða á Suðurnesjum vegna ofankomu, hvassviðris og ófærðar. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar eru allur floti þeirra úti við að moka og ryðja snjó. Þær götur sem eru forgangi eru strætóleiðir, stofnbrautir og helstu tengibrautir sem liggja í átt að neyðarþjónustu s.s. sjúkrahúsi, lögreglu og slökkvistöð. Einnig þær götur sem liggja í átt að skólum og leikskólum.

Alla jafna eru götur í íbúðahverfum ekki mokaðar eins og er og vissulega lokast oft þegar stofngötur eru mokaðar. „Við við reynum með öllum ráðum að halda flestum götum bæjarins opnum. Það sem tefur okkur langmest eru ökumenn sem eru á misvel búnum bílum og festa sig þá fyrst er allt stopp. Langbest er að halda kyrru fyrir ef það er nokkur möguleiki rétt yfir versta áhlaupið,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu íbúa Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fólk er jafnframt hvatt til að kynna sér vetrarþjónustu Reykjanesbæjar, sem finna má hér