Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Missti vélarafl við  Grindavík
Miðvikudagur 27. janúar 2010 kl. 14:48

Missti vélarafl við Grindavík


Björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík var kallað út rétt upp úr klukkan 13 í dag vegna trillu sem var vélarvana suðaustur af Hópsnesi. Í fyrstu var talið að báturinn væri stutt frá landi og var því Oddur V. Gíslason sendur af stað með hraði. Stuttu eftir að lagt var af stað kom í ljós að báturinn var töluvert austar en í fyrstu var talið. Klukkan 14 hafði Oddur V. náð að koma spotta um borð í bátinn og sigla þeir nú áleiðis til Grindavíkur. Grindavik.is greinir frá.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/Oddur V. Gíslason í Grindavík.