Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Missti stýri undir Staðarbergi
Þriðjudagur 6. maí 2014 kl. 10:26

Missti stýri undir Staðarbergi

– staddur aðeins um 0,4 sjómílum frá landi

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason og björgunarbáturinn Árni í Tungu frá Grindavík eru nú að aðstoða sjómann er var á strandveiðum undir Staðarbergi á Reykjanesi þegar stýrisbúnaður bilaði.
 
Þrátt fyrir að ágætisveður sé á staðnum voru bjargir kallaðar út á fyrsta forgangi þar sem báturinn var staddur aðeins um 0,4 sjómílum frá landi.
 
Árni í Tungu er kominn að hinum bilaða báti og nokkrar mínútur eru í björgunarskipið sem mun draga bilaða bátinn til hafnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024