Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 5. janúar 2004 kl. 10:57

Missti hægri fót við ökkla

Alvarlegt slys varð um borð í Eldhamri GK í gærkvöldi þegar skipverjar voru að leggja net um 6 sjómílur vestur af Garðskaga. Sjómaður hafði misst hægri fót við ökkla og vinstri fóturinn hafði skaddast við ökkla.  Hann hafði flækst í færi er verið var að leggja netatrossu.
Sjómaðurinn hafði dregist að borðstokknum með fyrrgreindum afleiðingum. Vinnufélagar hans komu í veg fyrir að hann tæki fyrir borð með því að halda honum og skera á færið. Atvikið var tilkynnt til lögreglunnar kl.23:50. Þyrla frá Landhelgisgæslunni var kvödd á staðinn og flutti hinn slasaða á Borgarspítalann í Reykjavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024