Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Missti framan af fingri í roðfléttivél
Mánudagur 3. október 2016 kl. 11:11

Missti framan af fingri í roðfléttivél

Starfsmaður hjá fiskvinnslunni KEF Seafood missti framan af vísifingri í roðfléttivél á dögunum. Starfsmaðurinn hafði verið að þrífa vélina þegar óhappið varð og framhluti fingursins skarst af. Starfsmaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi og tilkynnti lögregla málið til Vinnueftirlitsins.

Þá var lögreglu tilkynnt um ökumann í gær sem slasaðist á fjórhjóli í efnisnámum við Festarfjall, austan við Grindavík. Ökumaðurinn var með áverka á öxl og handlegg og var fluttur til læknis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024