Missti framan af fingri
Vinnuslys varð í Njarðvík í gær þegar stúlka missti framan af fingri við vinnu hjá Léttsteypu Suðurnesja. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar og síðan á Landsspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík.Stúlkan var að vinna við hellustimpilvél þegar hún slasaðist. Vélin var tekin úr umferð í kjölfar slyssins, auk þess sem Vinnueftirlitið var kallað á vettvang slyssins.