Missti dekkið undir áhrifum fíkniefna
Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning skömmu eftir klukkan miðnætti í nótt um einkennilegt aksturslag bifreiðar sem var á ferð í Reykjanesbæ, en henni hafði verið ekið utan í kantstein með þeim afleiðingum að eitt dekkið fór af felgunni.
Er lögregla kom á vettvang sat rúmlega tvítug kona undir stýri bílsins. Hún játaði að hafa neytt fíkniefna og var sleppt að loknum yfirheyrslum.
Bíllinn var dreginn á brott með kranabíl og var lítilsháttar skemmdur.