Missti blóm og keyrði á
– Bíllinn var óökufær eftir óhappið og þurfti að draga hann af vettvangi.
Talsvert var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um páskahelgina. Ökumaður ók á kyrrstæða bifreið þegar hann var að teygja sig eftir blómum sem runnið höfðu úr framsæti bifreiðarinnar sem hann ók og dottið í gólfið. Bíllinn var óökufær eftir óhappið og þurfti að draga hann af vettvangi.
Annar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í slabbi á Grindavíkurvegi með þeim afleiðingum að hún valt og endaði á toppnum. Flytja þurfti ökumanninn á Landspítala vegna meiðsla sem hann hlaut.
Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni vegna hálku í Keflavík með þeim afleiðingum að hún snérist heilan hring og hafnaði á annarri kyrrstæðri.