Minnt á skólabörn í umferðinni
Í tilefni af umferðarátaki eru starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar nú í óðaönn að hengja upp umferðarborða við helstu umferðaræðar og skóla sem hefja starfsemi sína á næstunni.
Bætt hefur verið við nýjum borðum til viðbótar við þá sem fyrir voru og er það von umhverfis- og skipulagssviðs að íbúar taki jákvætt við skilaboðunum. Einnig hafa verið settir upp borðar með skilaboðum til ungra ökumanna.
Kamilla Birta Guðjónsdóttir, sem sést hér á myndinni var áhugasöm um umferðarborðana og veitti starfsmönnum þjónustumiðstöðvarinnar dygga aðstoð við að setja nýja borða upp við Myllubakkaskóla í vikunni. Stúlkan á fánanum heitir Árdís Inga Þórðardóttir.
Munum umferð nýrra vegfarenda við skóla og ökum varlega!
Af vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is