Minnkandi aðsókn að gæsluvöllum
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti bókun Fjölskyldu- og félagsmálaráðs á bæjarstjórnarfundi í kvöld, að aðeins tveir gæsluvellir verði opnir yfir vetrarmánuðina, eða frá 1. september til 30. apríl.Þeir vellir sem verða opnir allt árið eru Brekkustígsvöllur í Njarðvík og Heiðarbólsvöllur í Keflavík. Ráðið lagði einnig til að lóðir vallanna yrðu lagfærðir eftir þörfum fyrir næsta vetur og að starfsmönnum þeirra yrði sagt upp með löglegum fyrirvara vegna skipulagsbreytinganna en gefinn kostur á að sækja um þau störf sem í boði verða.Í greinargerð ráðsins kemur fram að aðsókn að gæsluvöllunum hafi farið minnkandi á undanförnum árum, og nemur fækkunin á sl. 5 árum 8019 börnum. Ráðið leggur til að skoðaðir verði möguleikar á að nýta vellina í einhvern annan rekstur, þann tíma sem þeir verða ekki opnir.