Minnisvarði um látna á Miðnesheiði
Bæjarstjórn Sandgerðis samþykkir að sett verði upp varða til minningar um þá sem látið hafa lífið á Miðnesheiðinni þar sem áður stóðu Grímsvörður í samræmi við erindi Guðmundar Sigurbergssonar og umfjöllun atvinnu-, ferða og menningarráðs.
Samþykki bæjarstjórnar er þó með fyrirvara um jákvæða umfjöllun húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs um verkefnið.