Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Minningarathöfn um Andrews hershöfðingja
Mánudagur 29. apríl 2013 kl. 13:07

Minningarathöfn um Andrews hershöfðingja

Minningarathöfn verður haldin 3. maí næstkomandi um Andrews hershöfðingja og áhöfn B-24D Liberator "Hot Stuff" herflugvélarinnar sem fórst á Fagradalsfjalli fyrir 70 árum. Í flugslysinu fórust fjórtán manns, þar á meðal Frank M. Andrews hershöfðingi og æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu sem var á leið til Washington til þess að leggja á ráðin um undirbúning innrásar Bandamanna á meginland Evrópu.

Í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá þessu hörmulega flugslysi, mun Flugakademía Keilis á Ásbrú efna til minningarathafnar í Andrews Theater föstudaginn 3. maí í samstarfi við bandaríska sendiráðið og hefst athöfnin klukkan tvö. Nokkrir ættingjar þeirra sem létust í flugslysinu koma frá Bandaríkjunum til að vera viðstaddir athöfnina. Forseti Íslands verður einnig viðstaddur ásamt sendiherra Bandaríkjanna hér á landi. Sendiherrum allar erlendra ríkja með aðsetur í Reykjavík er boðið. Vígslubiskupinn í Skálholti og kaþólski biskupinn munu flytja minningarorð. Í lok athafnarinnar verða fluttir nokkrir fyrirlestrar um slysið, sprengjuflugvélar í seinni heimsstyrjöldinni og Frank M. Andrews hershöfðingja.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Keilis: www.keilir.net/is/keilir/frettir/minningarathofn-um-andrews-hershofdingja
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024