Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Minnihlutinn vill leggja niður framtíðarnefnd
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Fimmtudagur 14. janúar 2021 kl. 14:58

Minnihlutinn vill leggja niður framtíðarnefnd

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á bæjarstjórnarfundi 5.  janúar að framtíðarnefnd Reykjanesbæjar verði lögð niður.

„Þessari hugmynd hefur verið haldið á lofti allt frá því að þær skipulagsbreytingar sem meirihlutinn stóð fyrir voru kynntar. Einnig var það kynnt í ræðum undirritaðra bæjarfulltrúa við undirbúning fjárhagsáætlunar. Með þessari bókun viljum við fylgja eftir okkar margræddu tillögu með formlegum hætti,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi bæjarstjórnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tillagan var felld með sex atkvæðum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar gegn fimm atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Frjáls afls og Miðflokks.

Framtíðarnefndin ásamt lýðheilsuráði er hluti af málefnasamningi meirihlutans sem gerður var eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Báðar nefndir hafa starfað síðan þá og haldið fjölda funda.