Minni velta á fasteignamarkaði
 Fasteignamarkaður á Suðurnesjum hefur verið með rólegu móti eftir áramótin, samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Mikill munur er á milli mánaða í febrúar en aðeins 71 kaupsamningi var þinglýst nú í febrúar samaborið við 130 í fyrra.
Fasteignamarkaður á Suðurnesjum hefur verið með rólegu móti eftir áramótin, samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Mikill munur er á milli mánaða í febrúar en aðeins 71 kaupsamningi var þinglýst nú í febrúar samaborið við 130 í fyrra.
Í síðustu viku hafði 35 kaupsamningum verið þinglýst það sem af er mars en alls var 132 kaupsamningum þinglýst í mars á síðasta ári. Í janúar hafði 58 kaupsamningi verið þinglýst á móti 64 í fyrra. 
Þetta kemur fram í tölum frá Fasteignamati ríkisins. Á þeim má sjá að á síðasta ári hægðist mjög á fasteignaveltu frá árinu 2005 þegar hvað mest var um að vera á markaðnum í langan tíma.  Í desember 2005 var 121 kaupsamningi þinglýst samanborið við 59 samninga í desember 2006.  Í nóvember síðastliðnum var 59 kaupsamningum þinglýst samanborið 117 samninga í sama mánuði árið áður, svo fáein dæmi séu tekin.
Rétt að taka fram að inn í þessum tölum eru einnig kaupsamningar um atvinnuhúsnæði. 
 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				