Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Minni líkur á að kvikuinnskotið leiði til eldgoss
Laugardagur 2. mars 2024 kl. 18:03

Minni líkur á að kvikuinnskotið leiði til eldgoss

Dregið hefur úr skjálftavirkninni. Óvissa er um hvert framhald virkninnar verður. Skjálftahrinan hófst klukkan 15:55 á suður enda gossprungunnar þar sem gaus 18. desember 2023, segir Veðurstofa Íslands í í samantekt á vef sínum.

Skjálftavirknin færðist suðaustur eftir kvikuganginum og stöðvaðist við Hagafell. Aflögunin sem nú mælist er mun minni en hefur áður mælst í aðdraganda eldgosa. Það gæti bent til þess að minni kvika sé á ferðinni nú en í fyrri eldgosum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dýpi skjálftavirkninnar bendir ekki til þess að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðs eins og staðan er núna. Það eru því minni líkur á að kvikuinnskotið leiði til eldgoss en það er þó alls ekki útilokað.

Ein þeirra sviðsmynda sem nefnd hefur verið er að kvikuhlaup verði án þess að til eldgoss komi.