Minni heildarafli í janúar
Heildaraflinn á Suðurnesjum dróst saman um 2,125 tonn í janúar á milli ára. Í janúar á síðasta ári var hann 8,139 tonn en fór í 6,014 tonn í janúar síðastliðnum.
Þorskaflinn í Grindavík dróst saman í janúar um 1,312 tonn. Í janúar á síðasta ári var 2,567 þorsktonnum landað í Grindavík samanborið við 1,255 tonn í janúar síðastliðnum.