Minnast sjóslyss við messu á sunnudaginn

Sunnudagsguðsþjónustan í Keflavíkurkirkju kl. 11 nk. sunnudag verður helguð von í minningu þeim örlagaríka sjóslyssdegi 8. janúar 1988 er Bergþór KE 5 sökk. Tveir úr áhöfninni fórust en þrír björguðust. 
 
Í nærveru aðstandenda, áhafnarmeðlima er komust af og kirkjugesta verður sagan sögð af Bylgju Dís Gunnarsdóttur sem einnig mun flytja einsöng. Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. 
 
Sunnudagaskóli verður á sínum stað á sama tíma. Messu- og súpuþjónar ásamt fermingarforeldrum sinna mikilvægri þjónustu. Verið öll velkomin að þiggja súpu og Sigurjónsbrauð í lokin, segir í tilkynningu frá Keflavíkurkirkju.