Minna atvinnuleysi og fullur stuðningur við Garðvang
Atvinnuleysi í Sandgerði fer minnkandi, það mældist 6,1% í júní en var á sama tíma í fyrra 9,4%. Þetta kom fram á síðasta fundi atvinnu- og hafnaráðs Sandgerðisbæjar. Ráðið lýsir yfir mikilli ánægju með vaxandi atvinnustarfsemi í bænum.
Á fundi ráðsins fór bæjarstjóri yfir stöðu mála vegna hjúkrunarheimila á Suðurnesjum og starfsemi Garðvangs. Atvinnu- og hafnaráð Sandgerðisbæjar lýsti yfir fullum stuðningi við áframhaldandi starfsemi Garðvangs og telur brýnt að ákvarðanir þar um liggi fyrir hið fyrsta.