SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Minna atvinnuleysi og fullur stuðningur við Garðvang
Föstudagur 27. september 2013 kl. 09:34

Minna atvinnuleysi og fullur stuðningur við Garðvang

Atvinnuleysi í Sandgerði fer minnkandi, það mældist 6,1% í júní en var á sama tíma í fyrra 9,4%. Þetta kom fram á síðasta fundi atvinnu- og hafnaráðs Sandgerðisbæjar. Ráðið lýsir yfir mikilli ánægju með vaxandi atvinnustarfsemi í bænum.

Á fundi ráðsins fór bæjarstjóri yfir stöðu mála vegna hjúkrunarheimila á Suðurnesjum og starfsemi Garðvangs. Atvinnu- og hafnaráð Sandgerðisbæjar lýsti yfir fullum stuðningi við áframhaldandi starfsemi Garðvangs og telur brýnt að ákvarðanir þar um liggi fyrir hið fyrsta.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025