Minna atvinnuleysi í maí
Atvinnuleysi á Suðurnesjum dróst lítillega saman á milli mánaða í apríl og maí, úr 14,6% í 13,5%. Meðafjöldi atvinnulausra var 1.511 manns í maí samanborið við 1.590 manns í apríl. Sem fyrr er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum eða 13,5%. Minnst er það á Vestfjörðum og Norðurlandi eða 3,6%.
Skráð atvinnuleysi í maí síðastliðnum var 8,3% á landinu öllu. Að meðaltali voru 13.875 atvinnulausir í maí og minnkar atvinnuleysi um 5,4% frá apríl, eða um 794 manns að meðaltali.