Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Minna af makríl í verra veðri
Fimmtudagur 16. ágúst 2018 kl. 06:00

Minna af makríl í verra veðri

Nokkuð minni makrílveiði hefur verið í Keflavík í sumar en undanfarin ár. Helsta ástæðan er talin vera verra tíðarfar og kaldari sjór.

Fyrsta makríllöndunin var 25. júlí s.l. sem er svipaður tími og síðustu tvö ár, en magnið var lítið. Heildarmagn makríls sem handfærabátarnir hafa landað í lok dags 13. ágúst var rúm 334 tonnum í 83 löndunum en metárið 2016 var á sama tíma búið að landa rúmum 1.274 tonnum í 209 löndunum. Aflahæsti báturinn til þessa er Máni II, ÁR 7 sem hefur landað rúmum 37 tonnum í fjórum löndunum sem gera rúm 9 tonn í hverri löndun að meðaltali. Síðustu daga hafa verið um tuttugu landanir á dag. Ein og ein löndun hefur verið upp í 18 tonn en annars eru þetta mun minni landanir. Tíu til tólf bátar hafa landað í Keflavíkurhöfn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Markrílbátar í háflóði í Keflavíkurhöfn. Þessa mynd tók Einar Guðberg.