Minkur drap hund í Sandgerði
Bolabítur varð fyrir árás minks í garði við heimahús í Sandgerði nýverið. Hundurinn dó að völdum sýkingar að kvöldi sama dags. Frá þessu er greint á vefnum 245.is.
Á vefsíðunni er hundaeigendum bent á að hafa hunda sína ekki eftirlitslausa úti í garði og eins að hafa kveikt á útiljósum. Minkurinn sækir bróðurpartinn af fæðu sinni í vatn, sjó eða læki, en ef æti er ekki nóg geta þeir sótt í mannabyggðir.
Mynd: Minkur við höfnina í Sandgerði fyrr í sumar. Ljósmynd: www.245.is