Minjasafn Slysavarnafélagsins Landsbjargar flutt úr einni geymslu í aðra
Starfsmenn skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa undanfarna mánuði undirbúið flutning muna úr minjasafni SL sem ekki hefur verið starfrækt um árabil.
Munirnir hafa verið í geymslu í Garðinum þar sem safnið var til húsa en á dögunum var það flutt á varnarsvæðið í Keflavík þar sem félagið hefur húsnæði til afnota. Í safninu voru minjar úr áratuga sögu björgunarmála á landinu og margt um fágæta og jafnvel verðmæta muni. Nú hefur verið gengið vel frá þeim og í bígerð er að gera yfir þá ítarlega skrá.
Mynd: Björgunarsveitin Suðurnes lánaði bíl í flutningana og kom hann að góðum notum eins og hér má sjá.
Frá þessu er greint á vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar.