Milljónatjón þegar fjarskiptamastur féll
– Getur haft áhrif á GSM-samband á svæðinu.
Milljónatjón varð á Ásbrú nú síðdegis þegar fjarskiptamastur fyrir GSM-sambönd í Reykjanesbæ féll til jarðar. Talsvert rok er núna á Suðurnesjum og slitnaði eitt stag í festingum á mastrinu með fyrrgreindum afleiðingum.
Í mastrinu voru endurvarpar fyrir GSM-sambönd hjá símafélögum og því má búast við að álag á aðra endurvarpa á svæðinu aukist.
Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um tjónið. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á vettvangi nú áðan.