Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 19. ágúst 2001 kl. 03:27

Milljónatjón í stórbruna í Grindavík

Slökkvilið á Suðurnesjum börðust í nótt við eld í frystihúsi Samherja Fiskimjöls og lýsis við Ægisgötu í Grindavík. Tilkynnt var um eldinn laust eftir miðnættið og var kallað út varalið frá Keflavíkurflugvelli og Keflavík auk þess sem björgunarsveitir voru kallaðar út. Ekki var vitað til þess að neinn hafi sakað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík laust eftir klukkan 1:30 hafði slökkviliðsmönnum tekist að ná tökum á eldinum en ljóst að slökkvistarf myndi taka langan tíma enn.

Í húsinu sem brennur er frystihús, félagsmiðstöð og á efstu hæð er gistirými en að sögn lögreglu er ekki vitað til að neinn hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp. mbl.is

Myndirnar tók Hilmar Bragi Bárðarson á vettvangi í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024