Milljónatjón í óveðrinu í Keflavík
Milljóna- og jafnvel tugmilljónatjón varð í óveðrinu morgun þegar sjór gekk yfir Ægisgötuna í Keflavík og flæddi inn í hús við götuna. Ekkert lát er á ofsaveðrinu sem gengur yfir landið.Ægisgata er neðan við Hafnargötu í Keflavík en stórstraumt hefur verið síðustu tvo daga og mikill sjógangur. Mest vatnstjón varð á trésmíðaverkstæði, á veitingashúsinu Ránni, hjá Óskari sportverslun og einnig í Ljósboganum. Þetta eru fyrirtæki við Hafnargötu 19 til 25. Þá urðu einnig skemmdir á fleiri stöðum m.a. í Grófinni í Keflavík.
Forráðamenn og starfsfólk trésmíðaverkstæðisins og Ráarinnar voru að vinna við að koma vatni úr húsakynnunum og eins að setja upp varnir með sandpokum og fleiru fyrir utan. Starfsmenn Ráarinnar sögðu að mikill sjógangur hafi verið um níuleytið í gærkvöldi og þá hafi verið hringt í starfsmenn bæjarins sem hafi komið með sandpoka og hlaðið þeim upp til varnar. Það dugði greinilega ekki því sjór flæddi inn í kjallara veitingahússins og náði um 20 sm. upp á vegg. Það mátti merkja á veggjum og öðru. Rafmagnsrofa sló út og var ljóst að eldur hafi komið upp því risavaxin rafmagnstaflan var öll í sóti og sagði rafvirki sem kom á staðinn að eldur hafi komið upp en höfuðrofinn hafi sloppið. Hann sagði að líklega mætti laga töfluna en koma þyrfti ljósi á neðri hæðina, sú efri væri í lagi. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja hjálpuðu þessum aðilum og voru í kjallara í verslun Óskars Færseth í dag. Þar var krafturinn slíkur að sjórinn braut sér leið í gegnum bílskurshurð og braut millivegg á neðri hæð verslunarinnar. Sjór, grjót og drasl gekk inn í öllum látunum og var um allt gólf. Miklar skemmdir urðu einnig í Ljósboganum sem er við hlið Óskars.Í sportbúðinni var nýbúið að taka inn nýjar vorvörum að sögn Óskars fyrir tæpar tvær milljónir króna og virðist sem allt hafi eyðilagst. Óskar sagði sig vel tryggðan en engu að síður væri alltaf tjón og óþægindi þegar svona gerðist.
Lögreglan segir tjónið verulegt og skipti milljónum og jafnvel tugum milljóna. Stórar vinnuvélar eru nú á Ægisgötunni til að reyna að koma í veg fyrir frekara tjón. Miklar skemmdir afa orðið á varnargarðinum og nokkur hundruð metra langur kafli af Ægisgötunni er horfinn í látunum.
Spáð er vonskuveðri áfram og eru menn að reyna að verja sig fyrir flóðið í kvöld
Forráðamenn og starfsfólk trésmíðaverkstæðisins og Ráarinnar voru að vinna við að koma vatni úr húsakynnunum og eins að setja upp varnir með sandpokum og fleiru fyrir utan. Starfsmenn Ráarinnar sögðu að mikill sjógangur hafi verið um níuleytið í gærkvöldi og þá hafi verið hringt í starfsmenn bæjarins sem hafi komið með sandpoka og hlaðið þeim upp til varnar. Það dugði greinilega ekki því sjór flæddi inn í kjallara veitingahússins og náði um 20 sm. upp á vegg. Það mátti merkja á veggjum og öðru. Rafmagnsrofa sló út og var ljóst að eldur hafi komið upp því risavaxin rafmagnstaflan var öll í sóti og sagði rafvirki sem kom á staðinn að eldur hafi komið upp en höfuðrofinn hafi sloppið. Hann sagði að líklega mætti laga töfluna en koma þyrfti ljósi á neðri hæðina, sú efri væri í lagi. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja hjálpuðu þessum aðilum og voru í kjallara í verslun Óskars Færseth í dag. Þar var krafturinn slíkur að sjórinn braut sér leið í gegnum bílskurshurð og braut millivegg á neðri hæð verslunarinnar. Sjór, grjót og drasl gekk inn í öllum látunum og var um allt gólf. Miklar skemmdir urðu einnig í Ljósboganum sem er við hlið Óskars.Í sportbúðinni var nýbúið að taka inn nýjar vorvörum að sögn Óskars fyrir tæpar tvær milljónir króna og virðist sem allt hafi eyðilagst. Óskar sagði sig vel tryggðan en engu að síður væri alltaf tjón og óþægindi þegar svona gerðist.
Lögreglan segir tjónið verulegt og skipti milljónum og jafnvel tugum milljóna. Stórar vinnuvélar eru nú á Ægisgötunni til að reyna að koma í veg fyrir frekara tjón. Miklar skemmdir afa orðið á varnargarðinum og nokkur hundruð metra langur kafli af Ægisgötunni er horfinn í látunum.
Spáð er vonskuveðri áfram og eru menn að reyna að verja sig fyrir flóðið í kvöld