Milljónatjón hjá Kapalvæðingu í ofsaroki
Milljónatjón varð síðdegis þegar stór gervihnattadiskur splundraðist í óveðrinu sem gekk yfir Suðurnes síðdegis. Að sögn Óla Garðarssonar hjá Kapalvæðingu verður þó ekki röskun á útsendingum kapalstöðvarinnar þar sem allt sjónvarpsefni er nú móttekið eftir varaleiðum.Brot úr disknum fuku í bíla sem stóðu á bílastæði hjá móttökustöð Kapalvæðingar við Vallarbraut í Njarðvík. Nú er mastur við móttökustöðina bundið við 13 tonna trukk svo það fjúki ekki um koll. Vindhraðinn fór upp í 30 m/s í verstu hviðunum síðdegis.