Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Milljóna tjón í innsiglingunni til Sandgerðis
Frá innsliglingunni til Sandgerðis. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Mánudagur 11. janúar 2016 kl. 09:58

Milljóna tjón í innsiglingunni til Sandgerðis

Sandgerðishöfn er nú að kanna réttarstöðu sína gagnvart útgerð flutningaskips sem sigldi niður innsiglingarstaur í innsiglingarrennu Sandgerðisshafnar í júlí 2014. Tjónið er umtalsvert en viðgerð kostar um 16 milljónir króna.

Það er óumdeilt að það var skipið Thor Scandia sem sigldi staurinn niður í lok júlí 2014 og eyðilagðist hann við áreksturinn. Samkvæmt kostnaðaráætlun í minnisblaði frá hafnarsviði Vegagerðarinnar frá því í september 2015 má gera ráð fyrir að það kosti um 16 milljónir kr. með virðisaukaskatti að gera við skemmdir.

Hjá Sandgerðisbæ fengust þær upplýsingar að bæjaryfirvöld séu að kanna stöðu sína gagnvart þeim aðilum sem bera ábyrgð á viðkomandi skipi um að fá tjónið bætt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024