Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Milljón í æskulýðssjóð og útgáfustyrkur til kirkjunnar
Mánudagur 30. maí 2011 kl. 15:16

Milljón í æskulýðssjóð og útgáfustyrkur til kirkjunnar

Sveitarfélagið Garður afhenti á dögunum Útskálakirkju eina milljón króna að gjöf sem sem stofnframlag í Æskulýðsjóð kirkjunnar.
Einnig styrkti sveitarfélagið útgáfu afmælisrits vegna afmælisins um 130.000 kr. og var þetta samþykkt samhljóða á síðasta fundi bæjarráðs Garðs

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á fundinum lagði L-listinn í Garði fram eftirfarandi bókun: „L-listinn er alls ekki á móti gjöf til Útskálakirkju en er ekki sáttur við að málið hafi ekki verið tekið fyrir á bæjarráðs eða bæjarstjórnarfundi fyrir afmælið. Var ekki bæjarstjóri formaður afmælisnefndar Útskálakirkju og vissi af dagsetningu löngu fyrir afmælið. Vill L-listinn hvetja til faglegri vinnubragða við úthlutun gjafa innan bæjarstjórnar“.