Milljarðaverðmæti dregin í gegnum Njarðvík
Chinook-þyrlurnar þrjár sem skipað var upp úr Crystal Spirit í Njarðvíkurhöfn í morgun eru milljarða króna virði. Áætlað verðmæti þyrlanna þriggja, sem dregnar voru um götur Njarðvíkur í hádeginu, sé um fjórir milljarðar króna. Ýmis önnur hergögn komu með skipinu í morgun, s.s. Hummer-jeppar og ýmis annar búnaður sem notaður verður á æfingunni Samvörður 2002.Verkefnið Samvörður er ekki hernaðaræfing, heldur eru æfðar björgunaraðgerðir ýmiskonar. Vestmannaeyjar verða í sviðsljósi æfinganna nú. Chinook-þyrlurnar verða einnig notaðar til þjóðþrifaverkefna víða um land. Meðal annars hér á Reykjanesi, eins og greint hefur verið frá.